Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



6. sep. 2011

Skráningu lýkur bráðum!

Nordklúbburinn býður upp á húmorhelgi í Reykjavík þann 11.-13. nóvember 2011! Á dagskránni eru fyrirlestrar og workshop með þemað norrænn húmor. Á slíkri dagskrá er ómissandi að vera með uppistand, enda er búið að troða helgina með þeim. Þátttakendur muna m.a. læra um hvað norrænn húmor er, af hverju hún er mismunandi á Norðurlöndunum og hvernig, en munu einnig fá tækifæri til þess að reyna á eigin hæfileiki að vera fyndin.

Meðal fyrirlesara eru t.d. Zinat Pirzadeh sem vann verðlaun fyrir besta kvenlega uppistandarinn í Svíþjóð 2010, og Ruben Søloft, Danmerkurmeistari í uppistand 2010.

Svo ef þú villt upplifa þessa frábæra helgi, kynnast nýju fólki og hlæja lífið lengra, hafðu þá samband sem fyrst. Þátttökugjald er aðeins 8500 isk. og er gisting í Reykjavík (fimmtudagi-sunnudags), matur og fyrirlestrar o.s.frv. innifalin!!! Ef þú býrð ekki í Reykjavík er ferð þín til/frá Reykjavík ekki innifalinn. Skráningarfrestur er sunnudaginn, 18. september svo um að gera að skrá sig!

Skráning fer fram í tölvupósti til: iris_dager@hotmail.com

Þar þarf að koma fram:
- Nafn
- Þjóðerni
- Afmæli (dd/mm/áááá)
- Netfang
- Símanúmmer
- Sveitafélag
- Ofnæmi, grænmetisæta eða annað...
- Sérstakar þarfir
Við skráningu samþykkir þú einnig að myndir og upptökur frá atburðinum geta verðið sýndar opinberlega án þess að hafa samband við þig á undan.

Atburðurinn er styrktur af Nordisk Kulturfond, NordBUK, Norræna húsið í Reykjavík og Æskulýðssjóður.





10. jún. 2011

Um sumarið!

Sælir kæru meðlimir.

Við viljum afsaka þessa löngu fjarveru en stjórnin er búin að vera á fullu í prófum og að skipuleggja húmorhelgina í nóvember svo að ÞIÐ getið notið hennar með okkur.

Meðal þess sem okkur hefur tekist:

  • Fá styrk frá Norræna Menningarsjónum
  • Fá styrk frá Barna- og ungmennanefndinni
  • Fá Zinat Pirzadeh til að koma til landsins með uppistand og jafnvel fyrirlestur (hún var kostin besta kvennlega uppistandarinn í Svíþjóð 2010!)

Svo ekki missa af þessum frábæra viðburði 11.-13. nóvember 2011!!! Nánari upplýsingar munu birtast hér og á facebook síðu okkar eftir því sem nær dregur.

Það sem er í gangi akkúrat núna:

  • FNUF er að leita að ferðastjórum fyrir húmorhelgina, einn fyrir Danmörk, Færeyjar og Grænland, einn fyrir Danmörk, einn fyrir Svíþjóð og einn fyrir Noreg. Aðallega verður verkefnið þeirra að vera tengiliður þátttakenda frá því landi við Nordklúbbinn en þau munu einnig sjá um að svara spurningum og halda í upplýsingar um þátttakendur frá sínu landi.
    Ferðastjórarnir fá þau laun að þurfa ekki að borga þátttökugjald á húmorhelgina né kostnað til/frá Reykjavík. Síðasti umsóknardagur er núna á sunnudaginn, 12. júní 2011! Missið því ekki tækifærið að sækja um. Nánari upplýsingar á www.facebook.com/nordklubbur.
  • Formaður og meðlimur stjórnar FNUF eru að fara hætta þann 17. júní n.k. þar sem þau eru með ný verkefni sem þarfnast mikillar athygli. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis og vonumst til þess að vinna aftur með þeim. Þangað til 17. júní munu öll félög FNUF geta sent fulltrúa í skammtíma stjórn. Hún mun vinna saman þangað til haustfundurinn verður haldinn í Åbo í Finnlandi í september en þá verður kosið í nýja og 'alvöru' stjórn.
  • Nordklúbburinn er að leita að áhugamönnum sem vilja hjálpa til við að skipuleggja og framkvæma húmorhelgina. Kostur er að hafa góð sambönd, svo sem blaðamenn, sjónvarpsfólk, frægt og tækni fólk. Þetta er hins vegar að sjálfsögðu ekki krafa en það er þó nauðsyn að vera með góða samskiptaeiginleika, kunna íslensku vel bæði skriflega og munnlega og eiga aðgang að neti í sumar og þangað til í nóvember. Áhugasamir biðjast hafa samband við okkur í tölvupóst nordklubbur@gmail.com og við gætum skipulagt hitting. Einnig er velkomið að koma með spurninga.

Því miður er ekki búið að ákveða neitt fyrir sumarið enn en vonandi verður tími í eitthvað skemmtilegt!

Kveðja,



28. mar. 2011

Vorfundinum lokið

Blessuð.

Þá var vorfundinum lokið með FNUF en hann var í þetta sinn haldinn í Reykjavík. Kom stjórn Nordklúbbsins við skipulag fundarins og ferðarinnar. Var m.a. farið með gesti í Bláa Lónið, á hestbak og í menningarheimsóknir. Var þetta mjög vellukkuð ferð og fundur. Rædd voru ýmis mál svo sem notkun heimasíðunnar (endilega allir að skoða og skrá sig til að eiga möguleika á að skoða myndir, skrá sig í viðburði og sækja um styrki! www.fnuf.net), breytingar á lögum FNUF og breytingu á staðsetningu aðalskrifstofu FNUF. Einna helstu gleðifréttir fyrir okkur Íslendinga er að nú verður stofnaður ferðastyrkssjóður þar sem hægt verður að sækja styrki fyrir ferðir til Norðurlandanna fyrir t.d. Sauna express, Café Norden og aðrir viðburðir sem systrafélög okkar eru með árlega. Næsti fundur verður síðan haldinn 9.-11. september i Åbo, Finnlandi.


Annað sem kom fram á fundinum var varðandi Café Norden en það verður haldið með fjöri og bragði í Reykjavík 11.-13. nóvember. Þemað í ár er húmor og verður fjallað um þróun húmorsins og mismun hans á Norðurlöndunum auk þess sem þátttákendum verður kennt hvernig á að vera fyndinn. Ákveðið hefur verið að finna stallarar eða 'guides' í löndum sem taka þátt sem heldur utan um þátttakendur í því landi. Sú manneskja mun vera tengiliður þátttakenda í því landi og stjórnendur hér á landi. Ef einhver hefur áhuga á að vera guide hér á landi, má sækja um sá stöðu allt fram að 15. apríl. Starfið felur m.a. í sig að auglýsa fyrir þátttöku hér í landi (aðallega í Reykjavík en gjarnan utan höfuðborgarsvæðisins líka), skrá þátttakendur og halda utan um upplýsingar um þá, panta ferðir þeirra til Reykjavíkur ef um er að ræða utanbæjarþátttakendur o.fl. Nánari upplýsingar veitum við í tölvupóst nordklubbur@gmail.com Mögulega eru einhver laun.

Á næstunni er svo um að ræða 'litlu páskar' með norrænum hefðum svo sem 'gækkebrev' og málun eggja og verða verðlaun fyrir bestu slík verk. Auk þess verður hjálp veitt við að skrifa Nordjobb umsóknir en þá er aðallega átt við hið persónulega bréf. Svo um er að gera að fylgjast með!

Kveðjur,

29. jan. 2011

Ny önn og fullt í gangi!

Blessaðir allir félagar!

Í fyrra voru haldin svo kölluð litlu jól með fjölmennustu mætinginnu síðan...mjög langt aftur í tímann. M.a. var keppni um hver bjó til flottasta jólasveininn (sjá mynd) og boðið var upp á eplaskífur og glögg.







Nú er hins vegar hafin ný önn og verður m.a. boðið upp á frí tungumálanámskeið (sjá að neðan) og magadans (sjá nánar undir 'á næstunni'). Svo fylgist vel með!

Tungumálanámskeið verða haldin í Norræna félaginu í febrúar-mars. Þau eru öllum að kostnaðarlausu en skráning er þó nauðsynleg (sími 8993539 eða á nordklubbur@gmail.com). Öll námskeiðin eru kennd af stjórnarmeðlimum Nordklúbbsins sem öll eiga marga ára reynslu af málunum sem þau eru að kenna. Þótt að námskeiðin séu ætluð fólki á aldrinum 16-28 ára, eru allir velkomnir.

Finnska fyrir byrjendur: 4-vikna námskeið fyrir þá sem vilja læra undirstöðuatriði í finnsku. Frábært fyrir þá sem vilja fara til Finlands eða hafa gaman af erfiðum tungumálum! Námskeiðið er á fimmtudögum og hefst 24. febrúar kl. 20.00-21.00. Kennari er Salka Rún Sigurðardóttir sem hefur búið í Finnlandi í 6 ár.Fyrsti tíminn er kynning og almenn kennsla. Nemendur koma síðan með hugmyndir um hvað þeir vilja læra í hinum tímunum.

Danskur framburður: Margir Íslendingar segjast ekki skilja orð þegar þau fara til Danmerkur þótt að þeir hafi lært dönsku í fleiri ár. Þess vegna mun Iris Dager sem hefur búið í Kaupmannahöfn vera með 4-vikna námskeið í dönskum framburði og skilningi. Einnig verður farið minniháttar í danskt slangur. Til hjálpar verður myndefni, tónlist og samræður. Þótt þetta sé próf- og heimavinnulaust námskeið verða hugmyndir að heimavinnu lagðar fyrir. Til að ná sem bestum árangri í námskeiðinu er mælt með að gera það. Námskeiðið hentar þeim sem ætla út í nám eða vinnu en jafnvel þeim sem langar bara að hækka dönskueinkunnina í ár um nokkur stig ;) Námskeiðið hefst mánudaginn 22. febrúar kl. 20.00 og er í klukkutíma í senn.

16. des. 2010

Litlu jól!

Við minnum á litlu jól þann 18. desember! Það verður úber stemning svo mætið með allt ykkar lið. (Nánar undir 'á næstunni')

11. nóv. 2010

Á næstunni

Sælir.

Fréttatími:

Norðurlandaþing æskunnar gekk vel. Þar var meðal annars talað um að innleiða samstarf með Rússlandi (samþykkt), minnka innflutning frá Miðausturlöndum (fellt), fella niður hermanna-skyldu (fellt), koma á fót sameiginlegan nemenda-afslátt á samgönguleiðum innan allra Norðurlandanna (samþykkt) og margt fleira áhugavert. (Sjá meira á www.norden.org)

Í tilefni þessa, var haldin get-together í Norræna félaginu. Var það bæði fyrir pólitísk ungmenni og systra-meðlimir en einnig fyrir hinu fullorðnu sem áttu enn eftir að fara á Norðurlandaþingið seinna í vikunni. Var það vellukkað og velmætt nema hvað við hefðum viljað sjá fleiri af ykkur! Eftir á fóru sumir út að borða saman, m.a. á Santa María. Um kvöldið bárust hins vegar fréttir til vísi.is af atburði nokkri frá Ölstofunni. Hafði þá einn pólitískra ungmannanna hent bjórglasi í barþjóninn og eru mjög mismunandi sögur af uppruna rifrildisins.

Verðlaun Norðurlandaráðsins voru veitt í síðustu viku en það var danska myndin 'Submarino' sem vann kvikmyndaverðlaunin, finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen sem vann bókmenntaverðlaunin, Lasse Thoresen vann tónlistarverðlaunin og þrír bankar (Ekobanken í Svíþjóð, Merkur Andelskasse í Danmörku og Cultura Bank í Noregi) unnu náttúru- og umhverfisverðlaunin.

Í mars verður haldin alþjóðleg anti-rasista viku og er þemað 'ég er ekki rasisti, en...'. Er það hið nýja þema sem við erum að vinna í með Alþjóðatorginu.
Talandi um Alþjóðatorg, þá verður Plúsinn hjá Rauða Krossinum, Alþjóðatorgið og Nordklúbburinn með 'Kaffihús án landamæra'. Allir eru velkomnir í frían mat, tónlist, salsanámskeið og keppnir. Endilega mætið í Molann (í Kópavogi) í kvöld klukkan 20.30 (afsakið fyrirvarann...).

Við minnum síðan á að Nordklúbburinn leitar alltaf að áhugasömum meðlimum eða stjórnarmeðlimum. Endilega hafið samband eða mætið á einhverja viðburði, og það verður ekki erfiðara en svo! Hlökkum til að sjá ykkur,
Kv.

26. okt. 2010

Kvikmyndakvöld!

Hæ!

Munið að fylgjast með atburðum okkar hérna á síðunni. Næsti atburður verður núna á fimmtudaginn, kvikmyndakvöld! (Kíkið!)

Reglulegir fundir eru haldnir með Alþjóðatorginu um 'ég er frá jörðinni' átak sem við verðum með. Ekki er búið að ákveða hvenær en fylgistið með!

13. okt. 2010

Kynningarkvöld

Sælir allir!

Fyrst og fremst viljum við benda á að heimasíða þessi hefur verið heimsótt af fólki m.a. í Norður-Ameríku og Evrópu, utan Norðurlandanna (en innan að sjálfsögðu líka) svo við klöppum af því. Við þökkum innilega fyrir ef það var ykkur að þakka. Þetta bendir kannski til þess að við ættum að fara stofna síðu á ensku líka...

Í örðu lagi viljum við benda á kynningarkvöld Nordklúbbsins fimmtudaginn 14. október, kl. 20.00 (staðsetning finnið þið undir 'Hafa samband'). Þar verður kynnt hlutverk Nordklúbbsins, hvers konar atburðir við skipuleggjum og munum skipuleggja. Einnig verða kökur og eitthvað gotterí og að sjálfsögðu bjóðum við upp á Ribena - eins og alltaf. Svo endilega látið sjá ykkur og bjóðið öllum vinum ykkar með!

Sjáumst,

3. okt. 2010

Vöffluboð

Sælir vinir.

Nordklúbbnum hefur verið boðið í vöfflur, þriðjudaginn 5. október til Alþjóðatorg Ungmenna en þau eru einmitt líka með atburði fyrir ungmenni víða úr heiminum. Ætlum við að ræða samstarfsmöguleikar svo sem að sameina atburði og kynnast hvort öðru. Allir meðlimir Nordklúbbsins (og aðrir líka) eru velkomnir. Byrjar klukkan hálf 9.

Háuhlíð 9 - 105 Reykjavík (Skátaheimilið beint fyrir ofan/aftan MH)

Meðal þess sem verður rætt:

  • Samstarfsmöguleikar
  • Atburðir á næstunni sem við sameinað
  • Mögulegar ferðir saman
  • 'Ég er frá jörðinni' - stefna
  • Víetnamskt kvöld 15. október
  • Kannski eitthvað fleira :)

Gaman væri að sjá ykkur svo það verði ekki bara stjórnin sem hefur sitt að segja, heldur meðlimir okkar líka.

26. sep. 2010

Loksins komin í gang aftur!

SÆLIR!

Stjórnin hefur verið heldur betur upptekin þangað til núna og þess vegna hefur dregist að byrja aftur eftir sumarið. Það skal þó nefna að stjórnin fór á aðalfund í Köben um miðjan september með FNUF og FNF svo það er alls ekki það að við höfum gleymt ykkur!

Núna erum við hins vegar komin aftur í gír og við ætlum að byrja önnina með því að fara á RIFF á fimmtudagskvöldið, sjá nánar undir 'á næstunni'.

Síðan verður bráðlega kynningarfundur og aðalfundur auk margt fleira skemmtilegt svo muniði að fylgjast með!

Sjáumst vonandi á fimmtudaginn!


18. júl. 2010

ALLIR AÐ KJÓSA!

Nordklúbbarar!

Bráðlega (þótt við vitum ekki alveg hvenær með vissu) mun FNUF (Nordklúbba-félag allra Norðurlandanna) opna nýja heimasíðu! Þar munu öll systrafélögin vera með eigin undirsíðu þar sem aðal- og stóru viðburðirnir verða auglýstir. Í tilefni þess var Nordklúbburinn beðinn um að koma með slógan fyrir íslenska síðuna.

Slóganið sem okkur datt fyrst í hug var "NK" (fyrir NordKlúbbur) og síðan sem 'undirtitill', til útskýringar um og slóganið sjálft "Nordklúbbur - Norðurlöndin kynnast". Fannst okkur það upplagt slógan þar sem Nordklúbburinn er einmitt til að styrkja samband milli Norðurlandanna, eignast vini innan þeirra og ferðast um til að verða vísari.

Áður en við ákveðum að vera með þetta slógan, langar okkur til þess að vera viss um að þið - sjálfir Nordklúbbararnir - séu ánægð með þetta og finnist þetta flott og ekki eitthvað ljótt/asnalegt/hvað vitum við... Þess vegna viljum við hvetja ykkur til þess að kjósa hér við hliðina af blogginu til að hjálpa okkur að ákveða hvort við verðum með þetta eða eitthvað annað.
Taka skal fram að ef þetta slógan yrði valið (eða eitthvað annað), þá verður það það permanent. Fáranlegt liti út ef við myndum skipta um slógan allan tímann.

Ef ykkur líkar ekki við slóganið væru aðrar tillögur mjög vel þegnar, annað hvort frá 'hafðu samband', eða á nordklubbur@gmail.com. Einnig má pósta tillögu á facebook, ef þú ert vinur þar.

Takk fyrir!

15. júl. 2010

Síðasti séns!

SÆLIR!

Síðasti viðburður áður en stjórnin fer í frí verður haldinn á mánudaginn 19. júlí! Tékkaðu undir 'á næstunni' fyrir nánari upplýsingar!

Stjórnin mun koma aftur um miðjan ágúst svo vertu á vakt þá varðandi nýja viðburði sem verða sennilega í lok ágúst. Bókaðu tíma í ágúst fyrir Nordklubbs-fund ef þú vilt koma með Nordklúbbnum í bústað í vetur! Ef þú mætir á fundinn hefurðu tækifæri til þess að fá að ráða einhverju varðandi ferðina.

Sjáumst svo á mánudaginn!

29. jún. 2010

Vellukkað fjallaævintýri

Sælir!!!

Nordklúbburinn fór um síðustu helgi í fjallaævintýri til Skaftafells (24.-27. júní). Komu þá með Danir, Finnar, Svíar, Nordjobbarar og einn Þjóðverji. Einnig voru einhverjir frá Íslandi, þ.á.m. stjórnin.

Var þetta vellukkuð ferð með fjallgöngur, rútuferðir, kvöldvökur, góðar máltíðir, sight-seeing og að sjálfsögðu fullt af fjöri og skemmtilegu fólki.

Lagt var af stað frá Norræna félaginu um 5 og komið í Tungusel um 11, þar sem við myndum vera næstu daga. Sem næturmat fengu gestirnir að smakka íslenskt skyr, harðfisk, hrökkbrauð og bláberjasúpu. Síðan var farið að sofa sem fyrst þar sem næsti dagur yrði mjög langur.

Á föstudeginum var lagt af stað um 10, eftir góðan og seðjandi morgunverð (brauð, cheerios, hafragrautur, skyr...). Þá var smá rigning sem átti síðan eftir að breytast í sumar og sól. Stefnt var á Jökulsárlón þar sem var stoppað í smá stund en síðan var lá leið að Vatnajökulsþjóðgarð. Þaðan var tekin 6-tíma ganga upp að Hundafossi, Svartafossi og um Skaftafell. Einnig var labbað alla leið í Bæjarstaðarskóg þar sem hálfur hópurinn villtist. Því var hins vegar bjargað - sem betur fer. Var hópurinn það vel klæddur að það voru flestir komnir úr fötunum fyrir hita og/eða svita úr göngutúrnum.

Ekki var komið heim fyrr en seint en þá var farið að elda fiski-tómatsúpu. Sem betur fer hafði fólk verið með næsti með sér svo hópurinn var ekki alveg soltinn.

Næsti dagur var styttri - að vissu leyti. Þá var líka sól og blíða. Byrjað á að keyra að Kirkjubæjarklaustri þar sem stoppað var hjá tveimur hestum og einu folaldi sem stal hjartað úr flestum. Þegar við loksins náðum að halda áfram var gengið að systravatni þar sem var borðað nesti og tekið það rólega í grasinu. Eftir 2 daga og bara kallt sturtu-vatn voru flestir ánægðir með að fara í sund. Allir nutu sín í heita pottinn og skemmtu sér síðan í grísinn í miðjuna.

Komið var heim snemma, endda flestir mjög þreyttir eftir fyrri gönguna. Eldað var lambalæri í kvöldmat með kartöflum, sósum og salat. Einnig var desert - pönnukökur og ávextir með súkkulaði sósu. Til að enda þetta með stæl, var haldin kvöldvaka með æsispennandi spurningaleik, blöðru-sprengingarleik, látbragði og plakkat-föndri. Þar sem var jafntefli milli liðanna tvö sem voru að keppa, þurfti að hafa eina þraut í viðbót - matarát. Eftir á fóru sumir að elta kindur og/eða hlaupa upp á fjall rétt hjá húsinu. Aðrir fóru beint í háttinn, enda klukkan orðin seinna en miðnætti.

Á heimleiðinni var svo komið rigning og leiðindaveður svo allir urðu rennandi blautir eftir að hafa skoðað Skógafoss og labbað fyrir aftan Seljalandsfoss. Virtust allir samt taka því með gleði, enda var þetta búið að vera vellukkað ævintýri.

Möguleiki er á að sumar myndir lenda hér inná blogginu. Annars er það nátturulega allt inná facebook fyrr eða seinna, bara adda Nordklubbur Nordklubbsson.

Ekki er búið að ákveða hvað verður gert hjá Nordklúbbnum næst en áætlað er að hittast a.m.k. tvisvar í júlí. Endilega fylgist með!

20. jún. 2010

Spilakvöld í kvöld

Sælir!

Við minnum á spilakvöldið í kvöld.
Kaffi og kökur á 300 isk.
Koma má með spil ef óskir eru um að spila eitthvað sérstakt en annars verða spil á staðnum.

Byrjar klukkan 6!

17. jún. 2010

Til hamingju með þjóðhátíðardaginn!

17 júní er þjóðhátíðardagurinn - eins og allir vita. Svo til hamingju með það! Ekkert að gerast hjá okkur í dag enda er nóg um að vera í bænum.

Nordklúbburinn er hins vegar með hitting á sunnudaginn (sjá nánar undir 'á næstunni').
MÆTIÐ! :D

Fjallaævintýri Nordklúbbsins verður farin 24. júní - eftir nákvæmlega viku. Því miður er ekki hægt að skrá sig lengur en fyrir þá sem eru búnir að því, hlökkum til að sjá ykkur!

10. jún. 2010

Kíkið inn 20. júní!

Sælir!

Nýr atburður undir 'á næstunni'. Endilega kíkið og ennþá frekar mætið! :)

7. jún. 2010

Veisluhöld

Í gær hélt Nordklúbburinn upp á þjóðhátíðardag Svíia. Var það mjög lukkað kvöld þar sem allir urðu (vonandi) saddir af sænskum kjötbollum, kartöflum, brúnni sósu og 'lingonsylt'.

Nordklúbburinn fékk óvænta heimsókn frá tveimur félögum Reykjavíkurdeildarinnar en voru þau, þrátt fyrir aldur, mjög kát og voru með í að halda stemningunni uppi. Stemningin fólst í sænskri tónlist með gular og bláar blöðrur (takk IKEA) og nóg af sænskum fánum.

Kvöldið endaði síðan á sænskri grínmynd frá 1997, Adam och Eva. Þá voru aðeins örfáir eftir en það þýðir færri sem fá léleg sæti.

Endilega fylgist með á 'á næstunni' þar sem mun vonandi koma inn nýr atburður bráðlega.


6. jún. 2010

Þjóðhátíðardagur Svía

Til hamingju allir Svíar, með þjóðhátíðardaginn!

Í tilefni þess mun Nordklúbburinn hittast í kvöld, borða sænskar kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu og 'lingonsylt'. Eftir það verður horft á sænska mynd. Kostnaður er aðeins 500 isk. sem koma þarf með. (Sjá upplýsingar undir 'á næstunni').

Sjáumst þá!

5. jún. 2010

Þjóðhátíðardagur Dana

Í dag er þjóðhátíðardagur Dana, eða eins og þeir kalla það; "grundlovsdag".
Þótt að ekki sé frídagur í Danmörku á þessum degi, viljum við óska þeim innilega til hamingju með þetta!

Við minnum einnig á veisluhöldin í Norræna félaginu á morgun en þá verður haldið upp á þjóðhátíðardag Svía (og kannski smá Dana ;) ) Koma þarf með 500 kall fyrir mat og er bíó innifalið auk hins venjulega Nordklúbbsstemnings. - Sjá nánar undir 'Á næstunni'.

4. jún. 2010

Velkomin(n) á nýja síðu Nordklúbbsins!

Velkominn á nýja síðu Nordklúbbsins!

Hér getur þú fylgst með hvað við erum að gera eða munum gera á næstunni. Einnig munu hér birtast tilkynningar og/eða auglýsingar fyrir ferðir, námskeið, atburði eða annað áhugavert sem við sjáum um eða tengjumst.


Endilega gerist áskrifandi til að geta fylgst með atburðum okkar.