Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



5. jún. 2010

Þjóðhátíðardagur Dana

Í dag er þjóðhátíðardagur Dana, eða eins og þeir kalla það; "grundlovsdag".
Þótt að ekki sé frídagur í Danmörku á þessum degi, viljum við óska þeim innilega til hamingju með þetta!

Við minnum einnig á veisluhöldin í Norræna félaginu á morgun en þá verður haldið upp á þjóðhátíðardag Svía (og kannski smá Dana ;) ) Koma þarf með 500 kall fyrir mat og er bíó innifalið auk hins venjulega Nordklúbbsstemnings. - Sjá nánar undir 'Á næstunni'.