Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



Um Nordklúbbinn

Nordklúbburinn er virkt ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík fyrir fólk á aldrinum 15-30 ára. Við erum staðsett í Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík og erum með reglulegar uppákomur, hittinga og fleira.
Meðal þess sem við höfum gert er:
Bíó-kvöld
Matarkvöld
Fjallagöngur
Kaffihúsahittinga
Spilakvöld

Engar kröfur eru um norrænan bakgrunn né tungumálakunnáttu. Eina skilyrðið er að hafa áhuga á norðurlöndunum að einhverju leyti.

Nordklúbburinn er frábær staður til að kynnast nýju og skemmtilegu fólki, halda norrænum tungumálakunnáttum við (ef við á), skemmta sér og ferðast.
Á ári hverju eru meðlimir Nordklúbbsins boðnir til systurfélaga sinna í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og/eða Svíþjóð. Er þá um að ræða t.d. gufubaða-maraþon, Kaffihúsahelgi eða ævintýraferðir. Þar mæta félagar Nordklúbbsins frá öðrum löndum til að kynnast, fræðast og skemmta sér. Eru þessir viðburðir opnum öllum en fá meðlimir okkar þátttöku-afslátt.

Stjórn Nordklúbbsins samanstendur af fjórum ungum og hressum sjálfboðaliðum  á Reykjavíkursvæðinu:
Salka Rún (formaður, íslensk)
Iris (varaformaður, sænsk)
Steinunn Ylfa(stjórnarmeðlimur, íslensk)
Gustav (stjórnarmeðlimur, sænskur)

Við gerum okkar besta til að skipuleggja skemmtilega og fjölbreytta viðburði og vinnum í að halda félagið virkt. Stjórnin hittir tvisvar á ári stjórnameðlimi hinna Norðurlandanna til að ræða stöðu félagsins og styrkja samband okkar á milli. Á þann hátt er ekki aðeins verið að skapa vinasambönd innanlands, heldur einnig við aðra Norðurlandabúa.

Öllum áhugamönnum er velkomið að mæta á viðburði sem verða auglýstir í blogginu.