Laugardagur 12. mars 2011 kl. 14.00-15.30Hefur þig alltaf langað til að læra magadans? Þá er þetta tækifærið! Steinunn Ylfa mun kenna undirstöðuatriði magadans svo að þið getið dansað um í einn og hálfan tíma! Mæting í þægilegum fötum (eða helst magabol fyrir þá sem þora og eiga!). Enginn þörf á skráningu og að sjálfsögðu er þetta öllum að kostnaðarlausu.
P.s. Hvar? Í Norræna félagið, eins og venjulega! :)
Laugardagur 18. desember 2010 kl. 18.00
Opið hús frá 6! Á dagskrá eru glögg og kökur, en við viljum einnig að allir koma með eitthvað sjálfir til að bjóða uppá! Það má vera hvað sem er, matur, smákökur, konfekt, drykkir og það þarf ekki að vera neitt mikið! Á staðnum verður einnig jólaföndur, leikir (með vinningum!!!), Norræn jólatónlist og jólamarkaður! Allir velkomnir að koma með eitthvað sem þeim langar að losna við og rennur ágóðinn til Nordklúbbsins svo við getum gert eitthvað skemmtilegt á næstunni! Þar sem við erum dugleg að bjóða Alþjóðatorginu og Rauða Krossinum, viljum við einnig að þið bjóðið öllu ykkar fólki! ( :
Fimmtudagur 28. október 2010 kl. 20.30
Hvar: Norræna félagið
Hvað: Sænskt action-kvikmyndakvöld! Við ætlum að horfa á Snabba Cash (eða Fundið Fé eins og hún heitir á íslensku þó að þýðingin sé í raun ekki rétt). Hún var sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi í vor...eða einhvern tíman :)
Annað: Eitthvað af snakki og drykkjum verður á staðnum en endilega komið með meira ef þið viljið.
Fimmtudagur 30. september 2010 kl. 20.30 (Mæting í Háskólabíó!!!)
LOKSINS er Nordklúbburinn kominn í gang aftur eftir sumarið og í tilefni þess, ætlum við að hafa þetta stórglæsilegt og fara á RIFF á sænska mynd, 'Söngur morgundagsins'. (Fleiri upplýsingar að neðan). Til að bæta meðlimum okkar það upp hvað við komum seint í gang, verður frítt inn (nammi og gos þurfa samt allir að borga sér). Hins vegar eru bara 6 frí 'sæti' svo fyrstir koma, fyrstir fá. Það fer þannig fram að fyrstu 6 sem gera 'like' (tékka facebook, dears) fá frítt :D
Mæting er síðan ALLS EKKI SEINNA EN 20.15 í Háskólabíó. Þeir sem koma eftir þann tíma verða að borga sjálfir þótt þeir hafi verið með þeim fyrstu 6, svo að allir verða ekki seinir útaf einni manneskju.
Myndin fjallar um Stig Manners sem lifir frekar óspennandi lífi sem kaupmaður fyrir flóamarkaði. Vinur hans, Janur, er meiri bóhem og vinnur fyrir sér sem farandsöngvari milli þess sem hann hjálpar Stig. Stig hefur mikla trú á hæfileikum Janusar og telur að lausn á vanda þeirra felist í að hann taki að sér að markaðssetja Janus sem gríðarlega hæfileikaríkan listamann, þá muni þeir báðir slá í gegn. Janus er ekki alveg jafn ákafur og Stig yfir þessum háleitu hugmyndum en fylgir honum samt að málum. En skyndilega kemur fortíð Stig upp á yfirborðið og það gæti breytt öllu.
(RIFF Catalogue)
Mánudaginn 19. júlí kl. 19.00
Óvissukvöld Nordklúbbsins! Við mætum klukkan 7 upp í Norræna félag (Óðinsgötu 7) og gerum eitthvað sem við getum lofað verði skemmtilegt! Klæðist eftir veðri EF við skyldum fara út - en það er nú aldrei að vita!
Sunnudagur 20. júní 2010 kl. 18.00
Hitumst og fáum okkur kaffi og köku og spilum eitthvað skemmtilegt. Við mætum með nokkur spil og ef þig langar spila eitthvað ákveðið þá endilega komdu með það.
Kaffi og kökur á 300 kr.
Sunnudagur 6. júní 2010 kl. 20.00
Á sunnudaginn kemur, er Þjóðdagur Svíia og Nordklúbburinn ætlar að halda upp á því með því að borða sænskar kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu og 'lingonsylt'.
Eftir það munum við hafa það huggulegt/skemmtilegt með því að horfa á einhverja æðislega sænska mynd (með texta fyrir greyin sem skilja ekki sænsku).
Við ætlum að borða um 8-leytið en ef ykkur langar að hjálpa til, er velkomið að koma fyrr.
Við tökum kannski líka eitt húrra fyrir Danina sem eru með þjóðdag sinn á laugardag.
Auðvitað er velkomið að koma með eitthvað nammi eða drykki en það verður annars á staðnum.
Allt þetta á aðeins 500 kall - muna að koma með það.
Sjáumst!