Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



28. mar. 2011

Vorfundinum lokið

Blessuð.

Þá var vorfundinum lokið með FNUF en hann var í þetta sinn haldinn í Reykjavík. Kom stjórn Nordklúbbsins við skipulag fundarins og ferðarinnar. Var m.a. farið með gesti í Bláa Lónið, á hestbak og í menningarheimsóknir. Var þetta mjög vellukkuð ferð og fundur. Rædd voru ýmis mál svo sem notkun heimasíðunnar (endilega allir að skoða og skrá sig til að eiga möguleika á að skoða myndir, skrá sig í viðburði og sækja um styrki! www.fnuf.net), breytingar á lögum FNUF og breytingu á staðsetningu aðalskrifstofu FNUF. Einna helstu gleðifréttir fyrir okkur Íslendinga er að nú verður stofnaður ferðastyrkssjóður þar sem hægt verður að sækja styrki fyrir ferðir til Norðurlandanna fyrir t.d. Sauna express, Café Norden og aðrir viðburðir sem systrafélög okkar eru með árlega. Næsti fundur verður síðan haldinn 9.-11. september i Åbo, Finnlandi.


Annað sem kom fram á fundinum var varðandi Café Norden en það verður haldið með fjöri og bragði í Reykjavík 11.-13. nóvember. Þemað í ár er húmor og verður fjallað um þróun húmorsins og mismun hans á Norðurlöndunum auk þess sem þátttákendum verður kennt hvernig á að vera fyndinn. Ákveðið hefur verið að finna stallarar eða 'guides' í löndum sem taka þátt sem heldur utan um þátttakendur í því landi. Sú manneskja mun vera tengiliður þátttakenda í því landi og stjórnendur hér á landi. Ef einhver hefur áhuga á að vera guide hér á landi, má sækja um sá stöðu allt fram að 15. apríl. Starfið felur m.a. í sig að auglýsa fyrir þátttöku hér í landi (aðallega í Reykjavík en gjarnan utan höfuðborgarsvæðisins líka), skrá þátttakendur og halda utan um upplýsingar um þá, panta ferðir þeirra til Reykjavíkur ef um er að ræða utanbæjarþátttakendur o.fl. Nánari upplýsingar veitum við í tölvupóst nordklubbur@gmail.com Mögulega eru einhver laun.

Á næstunni er svo um að ræða 'litlu páskar' með norrænum hefðum svo sem 'gækkebrev' og málun eggja og verða verðlaun fyrir bestu slík verk. Auk þess verður hjálp veitt við að skrifa Nordjobb umsóknir en þá er aðallega átt við hið persónulega bréf. Svo um er að gera að fylgjast með!

Kveðjur,