Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



29. jan. 2011

Ny önn og fullt í gangi!

Blessaðir allir félagar!

Í fyrra voru haldin svo kölluð litlu jól með fjölmennustu mætinginnu síðan...mjög langt aftur í tímann. M.a. var keppni um hver bjó til flottasta jólasveininn (sjá mynd) og boðið var upp á eplaskífur og glögg.







Nú er hins vegar hafin ný önn og verður m.a. boðið upp á frí tungumálanámskeið (sjá að neðan) og magadans (sjá nánar undir 'á næstunni'). Svo fylgist vel með!

Tungumálanámskeið verða haldin í Norræna félaginu í febrúar-mars. Þau eru öllum að kostnaðarlausu en skráning er þó nauðsynleg (sími 8993539 eða á nordklubbur@gmail.com). Öll námskeiðin eru kennd af stjórnarmeðlimum Nordklúbbsins sem öll eiga marga ára reynslu af málunum sem þau eru að kenna. Þótt að námskeiðin séu ætluð fólki á aldrinum 16-28 ára, eru allir velkomnir.

Finnska fyrir byrjendur: 4-vikna námskeið fyrir þá sem vilja læra undirstöðuatriði í finnsku. Frábært fyrir þá sem vilja fara til Finlands eða hafa gaman af erfiðum tungumálum! Námskeiðið er á fimmtudögum og hefst 24. febrúar kl. 20.00-21.00. Kennari er Salka Rún Sigurðardóttir sem hefur búið í Finnlandi í 6 ár.Fyrsti tíminn er kynning og almenn kennsla. Nemendur koma síðan með hugmyndir um hvað þeir vilja læra í hinum tímunum.

Danskur framburður: Margir Íslendingar segjast ekki skilja orð þegar þau fara til Danmerkur þótt að þeir hafi lært dönsku í fleiri ár. Þess vegna mun Iris Dager sem hefur búið í Kaupmannahöfn vera með 4-vikna námskeið í dönskum framburði og skilningi. Einnig verður farið minniháttar í danskt slangur. Til hjálpar verður myndefni, tónlist og samræður. Þótt þetta sé próf- og heimavinnulaust námskeið verða hugmyndir að heimavinnu lagðar fyrir. Til að ná sem bestum árangri í námskeiðinu er mælt með að gera það. Námskeiðið hentar þeim sem ætla út í nám eða vinnu en jafnvel þeim sem langar bara að hækka dönskueinkunnina í ár um nokkur stig ;) Námskeiðið hefst mánudaginn 22. febrúar kl. 20.00 og er í klukkutíma í senn.