Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



10. jún. 2011

Um sumarið!

Sælir kæru meðlimir.

Við viljum afsaka þessa löngu fjarveru en stjórnin er búin að vera á fullu í prófum og að skipuleggja húmorhelgina í nóvember svo að ÞIÐ getið notið hennar með okkur.

Meðal þess sem okkur hefur tekist:

  • Fá styrk frá Norræna Menningarsjónum
  • Fá styrk frá Barna- og ungmennanefndinni
  • Fá Zinat Pirzadeh til að koma til landsins með uppistand og jafnvel fyrirlestur (hún var kostin besta kvennlega uppistandarinn í Svíþjóð 2010!)

Svo ekki missa af þessum frábæra viðburði 11.-13. nóvember 2011!!! Nánari upplýsingar munu birtast hér og á facebook síðu okkar eftir því sem nær dregur.

Það sem er í gangi akkúrat núna:

  • FNUF er að leita að ferðastjórum fyrir húmorhelgina, einn fyrir Danmörk, Færeyjar og Grænland, einn fyrir Danmörk, einn fyrir Svíþjóð og einn fyrir Noreg. Aðallega verður verkefnið þeirra að vera tengiliður þátttakenda frá því landi við Nordklúbbinn en þau munu einnig sjá um að svara spurningum og halda í upplýsingar um þátttakendur frá sínu landi.
    Ferðastjórarnir fá þau laun að þurfa ekki að borga þátttökugjald á húmorhelgina né kostnað til/frá Reykjavík. Síðasti umsóknardagur er núna á sunnudaginn, 12. júní 2011! Missið því ekki tækifærið að sækja um. Nánari upplýsingar á www.facebook.com/nordklubbur.
  • Formaður og meðlimur stjórnar FNUF eru að fara hætta þann 17. júní n.k. þar sem þau eru með ný verkefni sem þarfnast mikillar athygli. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis og vonumst til þess að vinna aftur með þeim. Þangað til 17. júní munu öll félög FNUF geta sent fulltrúa í skammtíma stjórn. Hún mun vinna saman þangað til haustfundurinn verður haldinn í Åbo í Finnlandi í september en þá verður kosið í nýja og 'alvöru' stjórn.
  • Nordklúbburinn er að leita að áhugamönnum sem vilja hjálpa til við að skipuleggja og framkvæma húmorhelgina. Kostur er að hafa góð sambönd, svo sem blaðamenn, sjónvarpsfólk, frægt og tækni fólk. Þetta er hins vegar að sjálfsögðu ekki krafa en það er þó nauðsyn að vera með góða samskiptaeiginleika, kunna íslensku vel bæði skriflega og munnlega og eiga aðgang að neti í sumar og þangað til í nóvember. Áhugasamir biðjast hafa samband við okkur í tölvupóst nordklubbur@gmail.com og við gætum skipulagt hitting. Einnig er velkomið að koma með spurninga.

Því miður er ekki búið að ákveða neitt fyrir sumarið enn en vonandi verður tími í eitthvað skemmtilegt!

Kveðja,