Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



18. júl. 2010

ALLIR AÐ KJÓSA!

Nordklúbbarar!

Bráðlega (þótt við vitum ekki alveg hvenær með vissu) mun FNUF (Nordklúbba-félag allra Norðurlandanna) opna nýja heimasíðu! Þar munu öll systrafélögin vera með eigin undirsíðu þar sem aðal- og stóru viðburðirnir verða auglýstir. Í tilefni þess var Nordklúbburinn beðinn um að koma með slógan fyrir íslenska síðuna.

Slóganið sem okkur datt fyrst í hug var "NK" (fyrir NordKlúbbur) og síðan sem 'undirtitill', til útskýringar um og slóganið sjálft "Nordklúbbur - Norðurlöndin kynnast". Fannst okkur það upplagt slógan þar sem Nordklúbburinn er einmitt til að styrkja samband milli Norðurlandanna, eignast vini innan þeirra og ferðast um til að verða vísari.

Áður en við ákveðum að vera með þetta slógan, langar okkur til þess að vera viss um að þið - sjálfir Nordklúbbararnir - séu ánægð með þetta og finnist þetta flott og ekki eitthvað ljótt/asnalegt/hvað vitum við... Þess vegna viljum við hvetja ykkur til þess að kjósa hér við hliðina af blogginu til að hjálpa okkur að ákveða hvort við verðum með þetta eða eitthvað annað.
Taka skal fram að ef þetta slógan yrði valið (eða eitthvað annað), þá verður það það permanent. Fáranlegt liti út ef við myndum skipta um slógan allan tímann.

Ef ykkur líkar ekki við slóganið væru aðrar tillögur mjög vel þegnar, annað hvort frá 'hafðu samband', eða á nordklubbur@gmail.com. Einnig má pósta tillögu á facebook, ef þú ert vinur þar.

Takk fyrir!