Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



26. sep. 2010

Loksins komin í gang aftur!

SÆLIR!

Stjórnin hefur verið heldur betur upptekin þangað til núna og þess vegna hefur dregist að byrja aftur eftir sumarið. Það skal þó nefna að stjórnin fór á aðalfund í Köben um miðjan september með FNUF og FNF svo það er alls ekki það að við höfum gleymt ykkur!

Núna erum við hins vegar komin aftur í gír og við ætlum að byrja önnina með því að fara á RIFF á fimmtudagskvöldið, sjá nánar undir 'á næstunni'.

Síðan verður bráðlega kynningarfundur og aðalfundur auk margt fleira skemmtilegt svo muniði að fylgjast með!

Sjáumst vonandi á fimmtudaginn!