Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



3. okt. 2010

Vöffluboð

Sælir vinir.

Nordklúbbnum hefur verið boðið í vöfflur, þriðjudaginn 5. október til Alþjóðatorg Ungmenna en þau eru einmitt líka með atburði fyrir ungmenni víða úr heiminum. Ætlum við að ræða samstarfsmöguleikar svo sem að sameina atburði og kynnast hvort öðru. Allir meðlimir Nordklúbbsins (og aðrir líka) eru velkomnir. Byrjar klukkan hálf 9.

Háuhlíð 9 - 105 Reykjavík (Skátaheimilið beint fyrir ofan/aftan MH)

Meðal þess sem verður rætt:

  • Samstarfsmöguleikar
  • Atburðir á næstunni sem við sameinað
  • Mögulegar ferðir saman
  • 'Ég er frá jörðinni' - stefna
  • Víetnamskt kvöld 15. október
  • Kannski eitthvað fleira :)

Gaman væri að sjá ykkur svo það verði ekki bara stjórnin sem hefur sitt að segja, heldur meðlimir okkar líka.