Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



13. okt. 2010

Kynningarkvöld

Sælir allir!

Fyrst og fremst viljum við benda á að heimasíða þessi hefur verið heimsótt af fólki m.a. í Norður-Ameríku og Evrópu, utan Norðurlandanna (en innan að sjálfsögðu líka) svo við klöppum af því. Við þökkum innilega fyrir ef það var ykkur að þakka. Þetta bendir kannski til þess að við ættum að fara stofna síðu á ensku líka...

Í örðu lagi viljum við benda á kynningarkvöld Nordklúbbsins fimmtudaginn 14. október, kl. 20.00 (staðsetning finnið þið undir 'Hafa samband'). Þar verður kynnt hlutverk Nordklúbbsins, hvers konar atburðir við skipuleggjum og munum skipuleggja. Einnig verða kökur og eitthvað gotterí og að sjálfsögðu bjóðum við upp á Ribena - eins og alltaf. Svo endilega látið sjá ykkur og bjóðið öllum vinum ykkar með!

Sjáumst,