Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



11. nóv. 2010

Á næstunni

Sælir.

Fréttatími:

Norðurlandaþing æskunnar gekk vel. Þar var meðal annars talað um að innleiða samstarf með Rússlandi (samþykkt), minnka innflutning frá Miðausturlöndum (fellt), fella niður hermanna-skyldu (fellt), koma á fót sameiginlegan nemenda-afslátt á samgönguleiðum innan allra Norðurlandanna (samþykkt) og margt fleira áhugavert. (Sjá meira á www.norden.org)

Í tilefni þessa, var haldin get-together í Norræna félaginu. Var það bæði fyrir pólitísk ungmenni og systra-meðlimir en einnig fyrir hinu fullorðnu sem áttu enn eftir að fara á Norðurlandaþingið seinna í vikunni. Var það vellukkað og velmætt nema hvað við hefðum viljað sjá fleiri af ykkur! Eftir á fóru sumir út að borða saman, m.a. á Santa María. Um kvöldið bárust hins vegar fréttir til vísi.is af atburði nokkri frá Ölstofunni. Hafði þá einn pólitískra ungmannanna hent bjórglasi í barþjóninn og eru mjög mismunandi sögur af uppruna rifrildisins.

Verðlaun Norðurlandaráðsins voru veitt í síðustu viku en það var danska myndin 'Submarino' sem vann kvikmyndaverðlaunin, finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen sem vann bókmenntaverðlaunin, Lasse Thoresen vann tónlistarverðlaunin og þrír bankar (Ekobanken í Svíþjóð, Merkur Andelskasse í Danmörku og Cultura Bank í Noregi) unnu náttúru- og umhverfisverðlaunin.

Í mars verður haldin alþjóðleg anti-rasista viku og er þemað 'ég er ekki rasisti, en...'. Er það hið nýja þema sem við erum að vinna í með Alþjóðatorginu.
Talandi um Alþjóðatorg, þá verður Plúsinn hjá Rauða Krossinum, Alþjóðatorgið og Nordklúbburinn með 'Kaffihús án landamæra'. Allir eru velkomnir í frían mat, tónlist, salsanámskeið og keppnir. Endilega mætið í Molann (í Kópavogi) í kvöld klukkan 20.30 (afsakið fyrirvarann...).

Við minnum síðan á að Nordklúbburinn leitar alltaf að áhugasömum meðlimum eða stjórnarmeðlimum. Endilega hafið samband eða mætið á einhverja viðburði, og það verður ekki erfiðara en svo! Hlökkum til að sjá ykkur,
Kv.