Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



29. jún. 2010

Vellukkað fjallaævintýri

Sælir!!!

Nordklúbburinn fór um síðustu helgi í fjallaævintýri til Skaftafells (24.-27. júní). Komu þá með Danir, Finnar, Svíar, Nordjobbarar og einn Þjóðverji. Einnig voru einhverjir frá Íslandi, þ.á.m. stjórnin.

Var þetta vellukkuð ferð með fjallgöngur, rútuferðir, kvöldvökur, góðar máltíðir, sight-seeing og að sjálfsögðu fullt af fjöri og skemmtilegu fólki.

Lagt var af stað frá Norræna félaginu um 5 og komið í Tungusel um 11, þar sem við myndum vera næstu daga. Sem næturmat fengu gestirnir að smakka íslenskt skyr, harðfisk, hrökkbrauð og bláberjasúpu. Síðan var farið að sofa sem fyrst þar sem næsti dagur yrði mjög langur.

Á föstudeginum var lagt af stað um 10, eftir góðan og seðjandi morgunverð (brauð, cheerios, hafragrautur, skyr...). Þá var smá rigning sem átti síðan eftir að breytast í sumar og sól. Stefnt var á Jökulsárlón þar sem var stoppað í smá stund en síðan var lá leið að Vatnajökulsþjóðgarð. Þaðan var tekin 6-tíma ganga upp að Hundafossi, Svartafossi og um Skaftafell. Einnig var labbað alla leið í Bæjarstaðarskóg þar sem hálfur hópurinn villtist. Því var hins vegar bjargað - sem betur fer. Var hópurinn það vel klæddur að það voru flestir komnir úr fötunum fyrir hita og/eða svita úr göngutúrnum.

Ekki var komið heim fyrr en seint en þá var farið að elda fiski-tómatsúpu. Sem betur fer hafði fólk verið með næsti með sér svo hópurinn var ekki alveg soltinn.

Næsti dagur var styttri - að vissu leyti. Þá var líka sól og blíða. Byrjað á að keyra að Kirkjubæjarklaustri þar sem stoppað var hjá tveimur hestum og einu folaldi sem stal hjartað úr flestum. Þegar við loksins náðum að halda áfram var gengið að systravatni þar sem var borðað nesti og tekið það rólega í grasinu. Eftir 2 daga og bara kallt sturtu-vatn voru flestir ánægðir með að fara í sund. Allir nutu sín í heita pottinn og skemmtu sér síðan í grísinn í miðjuna.

Komið var heim snemma, endda flestir mjög þreyttir eftir fyrri gönguna. Eldað var lambalæri í kvöldmat með kartöflum, sósum og salat. Einnig var desert - pönnukökur og ávextir með súkkulaði sósu. Til að enda þetta með stæl, var haldin kvöldvaka með æsispennandi spurningaleik, blöðru-sprengingarleik, látbragði og plakkat-föndri. Þar sem var jafntefli milli liðanna tvö sem voru að keppa, þurfti að hafa eina þraut í viðbót - matarát. Eftir á fóru sumir að elta kindur og/eða hlaupa upp á fjall rétt hjá húsinu. Aðrir fóru beint í háttinn, enda klukkan orðin seinna en miðnætti.

Á heimleiðinni var svo komið rigning og leiðindaveður svo allir urðu rennandi blautir eftir að hafa skoðað Skógafoss og labbað fyrir aftan Seljalandsfoss. Virtust allir samt taka því með gleði, enda var þetta búið að vera vellukkað ævintýri.

Möguleiki er á að sumar myndir lenda hér inná blogginu. Annars er það nátturulega allt inná facebook fyrr eða seinna, bara adda Nordklubbur Nordklubbsson.

Ekki er búið að ákveða hvað verður gert hjá Nordklúbbnum næst en áætlað er að hittast a.m.k. tvisvar í júlí. Endilega fylgist með!