Velkomin(n)!


Nordklúbburinn er ungmennafélag Norræna félagsins í Reykjavík sem vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.



7. jún. 2010

Veisluhöld

Í gær hélt Nordklúbburinn upp á þjóðhátíðardag Svíia. Var það mjög lukkað kvöld þar sem allir urðu (vonandi) saddir af sænskum kjötbollum, kartöflum, brúnni sósu og 'lingonsylt'.

Nordklúbburinn fékk óvænta heimsókn frá tveimur félögum Reykjavíkurdeildarinnar en voru þau, þrátt fyrir aldur, mjög kát og voru með í að halda stemningunni uppi. Stemningin fólst í sænskri tónlist með gular og bláar blöðrur (takk IKEA) og nóg af sænskum fánum.

Kvöldið endaði síðan á sænskri grínmynd frá 1997, Adam och Eva. Þá voru aðeins örfáir eftir en það þýðir færri sem fá léleg sæti.

Endilega fylgist með á 'á næstunni' þar sem mun vonandi koma inn nýr atburður bráðlega.